Grétar Áki Bergsson og Halldór Ingvar Guðmundsson hafa skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem gildir næstu tvö árin. Báðir hafa þeir verið lykilmenn og liðinu undanfarin ár.
Grétar Áki er fæddur árið 1996 og hefur spilað upp yngri flokkana með KF. Hann hefur spilað 127 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 14 mörk. Hann hefur einnig leikið 58 leiki til viðbótar í deildarbikar, lengjubikar og öðrum keppnum, og skorað þar 13 mörk. Grétar hefur náð sér í 18 gul spjöld í deild og bikar á síðustu 7 árum fyrir liðið, drengurinn gefur ekkert eftir inná vellinum.
Halldór Ingvar er fæddur árið 1992 og er hann einnig heimamaður. Halldór hefur staðið á milli stanganna hjá KF(KS/Leiftri) Síðan 2007 og hefur hann spilað 204 leiki og skorað 1 mark. Halldór er einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins og byrjaði með meistaraflokki árið 2007. Halldór hefur einnig leikið 98 leiki í deildarbikar, Kjarnafæðismótinu og fleiri mótum fyrir KF og skorað eitt mark í þeim leikjum.
Halldór lék yngri flokkana með KS og KS/Leiftri en var svo á mála hjá KA í 3. flokki í eitt sumar. Um mitt sumar árið 2013 var Halldór lánaður til Dalvíkur, en hann var þá 21 árs, og ekki með fast sæti í liði KF, hann lék enga leiki með Dalvík, og var þeirra þriðji markmaður þetta sumarið.
Sumarið 2013 var Björn Hákon Sveinsson á milli stanganna hjá KF sem lék í 1. deildinni, og var hann með meiri reynslu en Halldór á þeim tíma.
Mynd: KF