Lokahóf Knattspyrnudeildar Dalvíkur var haldið í gærkvöldi. Magni og Friðjón voru veislustjórar kvöldsins og stóðu sig með prýði. Þröstur Ingvarsson sá um að halda fjörinu uppi.
Leikmenn Dalvíkur/Reynis sem léku sinn fyrsta leik fyrir félagið fengu viðurkenningu. Þetta voru þeir:
Auðunn, Andrei, Franco, Kamara, Kári, Sigfús, Tómas og Toni.
Rúnar Helgi Björnsson og Borja López voru verðlaunaðir fyrir að hafa leikið yfir 100 leiki fyrir félagið og Jóhann Örn verðlaunaður fyrir 150 leiki fyrir Dalvík/Reyni.
Markahæsti leikmaður tímabilsins með 12 mörk í 17 leikjum í 2. deildinni var Áki Sölvason.
Stuðningsmannafélagið Brúinn kaus Aron Mána Sverrison sem leikmann Brúans tímabilsins 2023.
Ný heiðursverðlaun voru veitt sem eru skírð í höfuðið á Birni Friðþjófs en þeim er veitt leikmanni sem þykir hafa stigið sem mest upp, sé frábær liðsfélagi eða skarar fram úr á líðandi tímabili. Sá leikmaður sem fékk Bróa bikarinn 2023 var Rúnar Helgi Björnsson en hann bætti sig svakalega og sannaði sig sem lykilmaður í góðu 2.deildar liði.
Önnur verðlaun voru:
Leikmaður leikmannana: Áki Sölvason
Leikmaður ársins: Þröstur Mikael Jónason
Efnilegasti leikmaður: Elvar Freyr Jónsson