Stefán Örn Stefánsson arkitekt fyrir hönd Siglufjarðarkirkju hefur sótt um leyfi til að reisa klukkustöpul.  Stöpullinn hefur þegar verið smíðaður og málaður og verður reistur á steyptri undirstöðu sem næst þeim stað, þar sem gamla kirkjan á Hvanneyrarhól mun hafa staðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt erindið.