Októberfundur Klúbbs Matreiðslumeistara á  Norðurlandi verður haldinn þriðjudaginn 11. október á Parken Strikinu Skipagötu 14.  Mæting er kl. 18:00 á Brugghúsbarnum, áður Café Karólína í gilinu.

Dagskrá:

1. Kl. 18:00. Októberbjórkynning frá Kalda Árskógssandi á Brugghúsbarnum.
2. Kl. 19:00 Fundur settur ásamt kvöldverði á Strikinu.
3. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
4. Leynigestur heimsækir fundinn.
5. Stjórnin fer yfir sýninguna Matur-inn 2011 og desertsölu KM Nord og hversu miklum peningum var safnað handa fjölsmiðjunni.
6. Happdrætti.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.

Munið kokkajakka og svartar buxur

Matarverð kr. 2.500

Eldri og nýir félagsmenn kvattir til að mæta á fundinn.