Menningarhúsið Berg á Dalvík býður upp á metnaðarfulla tónleikaröð í vetur undir nafninu Klassík í Bergi 2011-2012. Á tónleikunum í vetur munu koma fram nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.
Fyrstur stígur á stokk Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem heldur einleikstónleika laugardaginn 5. nóvember klukkan 16:00.
Forsala miða á tónleika Víkings Heiðars í Bergi er í síma 460-4000 eða 861-4908. Miðaverð er 3.500.