Val á íþróttamanni ársins 2022 í Fjallabyggð fer fram miðvikudaginn 28. desember kl: 20:00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Hátíðin er samstarfsverkefni Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.
Á hátíðinni verður íþróttafólk verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu 2022. Tilnefnt er í flokknum 19 ára og eldri, ungur og efnilegur 13-18 ára og ung og efnileg 13-18 ára.
Íþróttamaður Fjallabyggðar verður svo valinn úr hópnum 19 ára og eldri.
Veitingar í boði Fjallabyggðar.
Það var Hilmar Símonarson sem var kjörinn íþróttamaður ársins í Fjallabyggð 2021, en árið áður var viðburðurinn feldur niður vegna covid. Árið 2019 var það svo knattspyrnumaðurinn Grétar Áki Bergsson sem var kjörinn.
Tilnefningar ársins eru:
Eftirtalið íþróttafólk er tilnefnt fyrir frammistöðu sína í ýmsum greinum: Agnar Óli Grétarsson, Alex Helgi Óskarsson, Alexandra Ísold Guðmundsdóttir, Aron Hilmarsson, Árni Helgason, Brynja Sigurðardóttir, Dagný Finnsdóttir, Eiríkur Baldvinsson, Elsa Guðrún Jónsdóttir, Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir, Finnur Mar Ragnarsson, Haukur Rúnarsson, Hilmar Símonarson, Hlynur Freyr Ragnarsson, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Isabella Ósk Stefánsdóttir, Jóhann Már Sigurbjörnsson, Jón Frímann Kjartansson, Karen Helga Rúnarsdóttir, Kjartan Orri Johnson, Laufey Petra Þorgeirsdóttir, Marcin Kulesza, Margrét Hlín Kristjánsdóttir, Matthías Kristinsson, Natalia Perla Kulesza, Sigurbjörn Þorgeirsson, Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir, Silja Rún Þorvaldsdóttir, Steingrímur Árni Jónsson, Svava Rós Kristófersdóttir, Svava Stefanía Sævarsdóttir, Sylvía Rán Ólafsdóttir, Sævar Þór Fylkisson,Sævar Gylfason, Tinna Hjaltadóttir, Tómas Ingi Ragnarsson, Þorsteinn Már Þorvaldsson.