Börn í 1. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar fengu afhenta reiðhjólahjálma frá Kiwanisklúbbinum núna í maí. Hjálmarnir eru gefnir í samstarfi við Eimskip.
Nú eru 25 ár síðan Kiwanis gaf fyrsta hjálminn á barn í fyrsta bekk grunnskóla en hugmynd að þessu verkefni kviknaði á meðal manna á Norðurlandi árið 1990 og afhenti Stefán Jónsson Kiwanisklúbbnum Kaldbak þá fyrsta hjálminn.
Verkefnið var fyrst aðallega á Norðurlandi en varð síðan að landsverkefni hjá Kiwanis árið 2004.
Þess má geta að klúbbarnir 8 á Norðurlandi hafa safnað á þessu starfsári rúmum 19.7 milljón króna í styrktarsjóð og veitt styrki eða gjafir fyrir rúmar 23,9 milljónir.