Gestir tjaldsvæðisins við Stóra-bola í Fjallabyggð vöknuðu upp við kindahjörð í morgun sem voru komin á tjaldsvæðið í leit að grasi. Um 20 kindur tóku völdin á svæðinu, en gestirnir létu þetta ekki trufla sig í þokunni í morgun.
Guðmundur Ingi Bjarnason tjaldvörður birti þessar myndir í morgun af svæðinu.