Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri samkvæmt tilkynningu frá HSN.
Þegar smit er í gangi er ástæða til fyrir einstaklinga með öndunarfæraeinkenni að fara varlega í umgengni við ung börn, barnshafandi konur og ónæmisbælda einstaklinga.
Ekki er talin ástæða til frekari sóttvarnaraðgerða en að fylgjast með og huga að bólusetningum.
Sjá má frekari upplýsingar um kíghósta á heimasíðu landlæknis: