Á miðvikudaginn s.l. kepptu í 3. flokki karla lið KF/Dalvíkur og Kormákur/Hvöt. Leikið var á Ólafsfjarðarvelli. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir heimamenn og urðu lokatölur 4-2 fyrir KF/Dalvík. Hákon Leó Hilmarsson gerðu þrjú mörk fyrir heimamenn og Viktor Freyr Heiðarsson gerði lokamarkið. Hákon Leó hefur nú skorað 8 mörk í 8 leikjum fyrir KF/Dalvík á mótinu.

Liðin eru neðst í C-riðli, en þetta var fyrsti sigur KF/Dalvíkur á mótinu.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.