KF vann 5-1 sigur á Dalvík/Reyni Lengjubikar karla í gær en leikið var í Boganum. Leikmenn Dalvíkur/Reynis léku með sorgarbönd í leiknum til minningar um Hans Beck markvörð liðsins sem lést í bílslysi í síðustu viku.

KF 5 – 1 Dalvík/Reynir
1-0 Þórður Birgisson
2-0 Þórður Birgisson
3-0 Þórður Birgisson
4-0 Arnór Egill Hallsson
5-0 Þórður Birgisson
5-1 Gunnar Már Magnússon

Þórður Birgisson var í miklu stuði en hann skoraði fjögur mörk úr leiknum.
KF er eftir leikinn með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Dalvík/Reynir er með fjögur stig eftir þrjá leiki.