Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Njarðvík mættust í dag í 2. deild karla í knattspyrnu á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. KF hefur náð góðum úrslitum á móti Njarðvík í síðustu fjórum leikjum fyrir þennan leik, unnið þrjá þeirra og gert eitt jafntefli. Þá vann KF örugglega fyrri leik liðanna í júní, 4-0. KF byrjaði leikinn betur og skoraði Alexendar Már á 24. mínútu. KF leiddi 0-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Alexander Már sitt annað mark á 62. mínútu og hans 10 mark í sumar.  Svo fór að KF vann dýrmætan útisigur, 0-2 og er komið í 6. sæti deildarinnar. Njarðvík er komið í fallsæti en mikil barátta er á botni deildarinnar. Alexander Már er nú næst markahæstur í deildinni með 10 mörk 16 leikjum.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér. KF leikur næst við Hött á Ólafsfjarðarvelli eftir viku.