Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Völsung á Húsavík í kvöld. Völsungur komst yfir strax á 11. mínútu og var yfir 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu KF menn hins vegar tvö mörk á fjögra mínútna milli bili og komu sér vel inn í leikinn. Jón Björgvin skoraði á 59. mínútu og Nenad Zivanovic bætti við á 63. mínútu og KF komið í góða stöðu. KF missti svo leikmann út af með rautt spjald rétt fyrir leikslok, en það var Sigurjón Fannar sem fór af velli á 89. mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.. KF hélt þó út og unnu leikinn 1-2 á útivelli og 212 áhorfendur horfðu á leikinn.

KF er í 8. sæti í 1. deild karla í knattspyrnu eftir átta umferðir, og eru með 10 stig, fleiri stig en hin þrjú norðanliðin, KA, Tindastóll og Völsungur.

Næsti leikur KF er gegn Þrótti þann 6. júlí á Ólafsfjarðarvelli.