Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti ÍR á Hertz völlinn í Reykjavík í gærkvöldi. ÍR skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu með marki frá Jóni Gísla Ström. KF átti 8 marktilraunir og hittu fjögur skot á markið. ÍR átti 15 marktilraunir og hittu 8 á markið. KF fékk aðeins fjórar hornspyrnur gegn 14 hjá ÍR.
KF er í 5. sætinu með 7 stig eftir þennan leik en ÍR er með 11 stig í 2. sæti.