KF lék gegn Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli, fimmtudaginn 9. ágúst. Það voru heimamenn sem sigruðu 2-0 í þessum nágrannaslag.
Ottó Hólm Reynisson skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu fyrir Dalvík. Á þeirri 63. mínútu kom svo síðara mark Dalvíkinga, en þar var að verki Ísak Einarsson. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Dalvík/Reyni.
279 áhorfendur voru á vellinum og sex gul spjöld fóru á loft, þrjú á hvort lið.
Næsti leikur KF er á þriðjudaginn 14. ágúst á Ólafsfjarðarvelli gegn sterku liði KV. Leikurinn hefst kl. 19.