Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Leikni F. á Ólafsfjarðarvelli í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. KF var með fyrir leikinn 1 stig úr þremur leikjum en Leiknir hafði unnið fyrstu þrjá leikina.
Það dróg strax til tíðinda á 11. mínútu en þá var Friðjóni Magnússyni leikmanni KF gefið rauða spjaldið, en leikmaðurinn er lánsmaður frá Leikni Reykjavík. Gestirnir frá Austurlandi skoruðu svo fjórum mínútum síðar og leiddu 0-1 í hálfleik. Jakob Hafsteinsson jafnaði metin fyrir KF á 87. mínútu en Leiknir F. skoruðu sigurmarkið á 95. mínútu.
KF er eftir leikinn í 10 sæti með 1 stig eftir fjóra leiki.
Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.