KF og KF/Dalvík senda þrjú lið á Króksmótið á Sauðárkróki sem hófst í morgun. Þetta er eitt af þessum gistimótum fyrir 6.-7. flokk drengja. Sérstakt mót fyrir 8.flokk fer einnig fram í dag, en það mót fer fram á sparkvellinum við Árskóla á Sauðárkróki.
Krakkarnir gista í skólunum á Sauðárkróki en flest liðanna koma af Norðurlandi og Austurlandi. Grótta, Fjölnir og Þróttur koma frá höfuðborgarsvæðinu en nokkur liða koma einnig af Vesturlandi og Vestfjörðum. KA og Þór koma með flest liðin í ár, en KA er með 16 lið og Þór 14 lið.
KF er með eitt lið í 7. flokki og var þeirra fyrsti leikur gegn Þrótti, sem tapaðist 0-3. Fleiri leikir verða hjá liðinu í dag og úrslitaleikir á morgun.
KF/Dalvík eru með tvö lið í 6. flokki. B-liðið þar hefur gengið mjög vel og þegar leikið fjóra leik í morgun, unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli.
KF/Dalvík lið í flokki A hefur leikið einn leik í morgun sem vannst 4-2 en fleiri leikir eru einnig í dag og úrslit á morgun.
Ljósmyndari á vegum vefsins var er á mótinu og sendi okkur þessa mynd af liði KF, árgangur 2014.