Jonas Benedikt Schmalbach hefur samið við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Hann er fæddur árið 2000 og er af ítölskum ættum en einnig með þýskt ríkisfang. Hann getur leikið sem fremsti maður og vinstri vængmaður. Hann er 184 cm á hæð og hefur leikið í Bandarísku deildinni og fyrir U-19 lið Venezia á Ítalíu.

Það verður gaman að fylgjast með þessum nýja leikmanni KF í sumar.