Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Völsungur frá Húsavík mættust á Ólafsfjarðarvelli um helgina. Völsungur berst við fall og þurfti mikið á stigunum að halda. Húsvíkingarnir komust yfir í fyrri hálfleik með marki á 9. mínútu. Í framhaldinu misstu þeir svo tvo menn útaf með rautt spjald, á 15. mínútu og 33. mínútu. Staðan var 0-1 í hálfleik en á 66. mín og 77. mín. misstu heimamenn tvo menn útaf með rautt spjald einnig, og jafnt var aftur í liðum. Undir lok leiksins skoraði KF tvö mikilvæg mörk og gerðu út um leikinn, Jakob Hafsteinsson jafnaði leikinn á 84. mín, og Gabríel Reynisson kom KF í 2-1 á 86. mínútu. Fjörugur leikur á Ólafsfjarðarvelli, og næstsíðasti heimaleikurinn í ár.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.