Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Völsungi frá Húsavík á Ólafsfjarðarvelli í 15. umferð Íslandsmótins.
Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.
Upphitun:
Völsungur hafði unnið síðustu þrjá deildarleiki fyrir þennan leik og gat nálgast toppinn með sigri. Völsungur er með markahæsta mann deildarinnar sem var með 15 mörk fyrir þennan leik, og þurfti því að dekka hann vel.
KF var með tvo sigra og eitt jafntefli í síðustu fimm leikum, en vantaði sárlega öll þrjú stigin til að koma sér af hættusvæðinu.
Völsungur vann fyrri leik liðana 4-1 fyrri í sumar á Húsavík, og var því búist við erfiðum leik fyrir KF.
Umfjöllun:
Það var töluverður hiti í leiknum, og í fyrri hálfleik fengu þrír leikmenn KF gult spjald og voru komnir á hættusvæðið. Gestirnir frá Húsavík fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en náðu ekki að nýta hana. KF fékk einnig dauðafæri en brenndu af. Staðan var því 0-0 í hálfleik.
Þjálfari KF gerði tvær breytingar um miðjan síðari hálfleik og kom Agnar Óli og Alex Máni inná fyrir Aron Elí og Jonas Benedikt.
Breytingin hafði jákvæð áhrif á leikinn og skoraði KF fyrsta markið á 66. mínútu þegar Marinó Snær Birgisson skoraði sitt annað mark í deildinni í sumar. Staðan 1-0 og KF að leika ágætlega.
Völsungur gerði fljótlega skiptingu eftir markið, en nánast á sama tíma fékk Auðun Helgason aðstoðarþjálfari hjá KF rautt spjald og þurfti að yfirgefa bekkinn.
Völsungur gerði eina aðra skiptingu og markið lág í loftinu, en jöfnunarmarkið þeirra kom á 81. mínútu þegar elsti maður vallarins skoraði, Steinþór Freyr Þorsteinsson. Staðan 1-1 og skammt eftir af leiknum. Þjálfari KF gerði aðra skiptingu og inná kom Vitor Thomas á 84. mínútu og náði hann sér strax í gult spjald á fyrstu mínútunni. Í uppbótartíma fékk Vitor aftur gult spjald og lék KF manni færri í nokkrar mínútur.
Alex Máni náði sér einnig í gult spjald í uppbótartíma, en fleiri urðu mörkinn ekki og endaði leikurinn 1-1, sem er að gefa lítið í fallbaráttunni.
Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.