Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Þór-2 mættust í Boganum á Akureyri í dag í Kjarnafæðismótinu. KF er með tvo erlenda leikmenn á reynslu sem léku í þessum leik. Þór-2 eru yngri leikmenn Þórs á Akureyri að mestu leiti.

KF komst yfir á 15. mínútu þegar Brendan Koplin skoraði gott mark, en hann er á reynslu hjá félaginu og fékk dýrmætar mínútur í þessum leik til að sýna sig.  Staðan var 1-0 í hálfleik. Þór jafnaði leikinn á 61. mínútu og komust yfir á 68. mínútu, staðan orðin 1-2. Lokamark leiksins kom á 84. mínútu þegar Þór skoraði sitt þriðja mark. Lokatölur voru því 1-3 fyrir Þór.