Eins og undanfarin ár hefur samstarf KF og Dalvíkur verið í nokkrum yngri flokkum. Nú eru Íslandsmótin hafin víða í yngri flokkum í knattspyrnu og flytjum við fréttir af fyrstu umferðum í 3. flokki kvenna hjá KF/Dalvík. Liðið leikur þar í C-riðli og eru þegar þrjár umferðir búnar. Átta lið eru í þessum riðli og eru fimm félög sem hafa sameinað krafta sína til að ná að halda úti kvennaliði í 3. flokki.
Í lok mars lék KF/Dalvík á heimavelli gegn Þór/KA2. Hildur Inga Pálsdóttir skoraði fyrsta mark KF/Dalvík í fyrri hálfleik og kom þeim í 1-0. Þór/KA2 gerðu tvö mörk í fyrri hálfleik og þrjú mörk í þeim síðari. Lokatökur voru 1-5, en Þór/KA2 er eitt af betri liðum í riðlinum, eftir fyrstu umferðirnar.
Næsti leikur var aftur heimaleikur og nú gegn Fram/ÍR sem tefla fram sameiginlegu liði. Lokatökur í leiknum voru 3-5 fyrir gestina. Mörk KF/Dalvíkur eru ekki skráð á leikskýrslu.
Þriðji leikur KF/Dalvíkur á Íslandsmótinu var gegn Stjörnunni/Álftanes, og keppt var á Dalvíkurvelli 14. apríl, degi áður var hörkuleikur gegn Fram/ÍR. Gestirnir komust í 0-4 í fyrri hálfleik, þar af eitt víti. Gestirnir skoruðu svo eitt mark í síðari hálfleik og voru lokatölur því 0-5.
Liðið er því án stiga eftir fyrstu þrjá leikina, en hefur skoraði 4 mörk.