Njarðvík 1- 1 KF
1-0 Ólafur Jón Jónsson (’19, víti)
1-1 Ingimar Elí Hlynsson (’69)

Njarðvík og KF gerðu jafntefli 1 – 1  á Njarðvíkurvellinum í gær.  Eina mark fyrrihálfleiks kom á 19. mínútu en þá var dæmd vítaspyrnaá KF, Ólafur Jón Jónsson skoraði örugglega úr spyrnunni. Njarðvikingar náðu ekki að skapa sér nein færi eftir það.

KF menn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og sóttu hart að heimamönnum. KF fengu strax í upphafi seinni hálfleiks hættulegt færi en náðu ekki að nýta sér það. Gestirnir náðu að jafna á 69. mínútu þegar Ingimar Elí Hlynsson náði góðu skoti sem lenti efst í markhorninu. KF sótti það sem eftir lifði leiks en Njarðvíkingar vörðust vel.

Eftir leikinn er Njarðvík í 4. sæti en KF í 10.sæti.