Leik KF og Völsungs var að ljúka rétt í þessu, með stórsigri heimamanna 7-4. Það er ekki á hverjum degi sem KF skorar 7 mörk og ekki á hverjum degi sem 11 mörk eru skoruð í leik. Leikið var á Ólafsfjarðarvelli.

Mörkin skoruðu:

1-0 Gabríel Reynisson
2-0 Sigurbjörn Hafþórsson
3-0 Þórður Birgisson
4-0 Þórður Birgisson
4-1 Arnþór Hermannsson
4-2 Elfar Árni Aðalsteinsson
5-2 Þórður Birgisson
6-2 Gabríel Reynisson
6-3 Elfar Árni Aðalsteinsson
6-4 Bjarki Baldvinsson
7-4 Halldór Logi Hilmarsson