Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti toppliði Víkings frá Ólafsvík á Ólafsfjarðarvelli í 9. umferð Íslandsmótsins.  Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.

Víkingarnir höfðu byrjað mótið vel og aðeins tapað tveimur leikjum af fyrstu 8. KF hafði unnið síðustu tvo deildarleiki fyrir þennan leik, en leiknum gegn Völsungi í 8. umferð var frestað og er því liðið einum leik á eftir.

KF stillti upp sterku liði og Halldór þjálfari var kominn á varamannabekkinn sem varamarkmaður og tók fram hanskana fyrir þennan leik, en líklega aðeins tímabundið.

Víkingar hafa verið að skora að meðaltali tvö mörk í leik en KF aðeins rúmlega 1 mark í leik.

Búist var við erfiðum leik, en þó muna stuðningsmenn KF eftir 3-2 sigri liðsins á móti Víkingi í fyrra og einnig 3-3 jafnteflinu á Snæfellsnesi.

Umfjöllun:

Fyrri hálfleikur var fjörugur og lítið gefið eftir. Gestirnir skoruðu fyrsta markið á 26. mínútu þegar Björn Axel Guðjónsson skoraði eftir hornspyrnu og kom þeim yfir, en hann átti eftir að reynast heimamönnum erfiður. Einhverjir vildu meina að brotið hafði verið á varnarmanni KF í þessu marki, en dómarinn sá ekkert athugavert.

KF voru þó ekki lengi að jafna og var það Sævar Þór Fylkisson sem skoraði á 38. mínútu. Hans 5 mark í deildinni í sumar og drengurinn staðið sig vel.

Jafn var í hálfleik 1-1 en tveir leikmenn KF höfðu náð sér í gult spjald og voru í hættu í síðari hálfleik. Víkingur reyndi langar sendingar bakvið vörn KF, en heimamenn voru ekki síðra liðið í fyrri hálfleik.

KF gerði eina skiptingu í hálfleik þegar Breki Blöndal kom inná fyrir Alex Garðarsson. Víkingar gerðu einnig tvær skiptingar um miðjan síðari hálfleik og strax eftir seinni skiptinguna skoruðu þeir aftur og komust yfir 1-2, en það var Björn Axel Guðjónsson sem skoraði sitt annað í leiknum, en hann hefur skorað 7 mörk í 9 leikjum í deildinni í sumar.

Þjálfari KF gerði strax eina skiptingu eftir þetta mark og kom Rúnar Freyr Egilsson inná fyrir Marinó Snæ Birgisson.

KF brenndi svo af vítaspyrnu í síðari hálfleik og fór gott færi þar.

Síðasta skipting KF var svo á 85. mínútu þegar Jón Frímann kom inná fyrir Atla Snæ Stefánsson.

Ljubomir Delic hjá KF fékk síðasta færi leiksins en hann skallaði boltann rétt yfir markið.

KF náði ekki að jafna leikinn þrátt fyrir ágætar tilraunir, en stígandi hefur verið í liðinu í síðustu tveimur deildarleikjum. Töluvert var af hálffærum í annars jöfnum leik og KF óheppið að fá ekki meira úr leiknum.

Liðið er í neðsta sæti eftir þetta tap en eiga leik inni á næstu lið.

KF leikur næst gegn KFG, laugardaginn 1. júlí á útivelli.

Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.