Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Þrótti úr Vogum í 9. umferð Íslandsmótsins. KF var í neðsta sæti deildarinnar og þurfti svo sannarlega á stigum að halda í þessum leik. Þróttarar gátu með sigri komist í miðja deildina en liðið hafði verið að skorað um 1 mark í leik fyrir þennan leik.

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

Upphitun: 

KF var aðeins með 1 sigur og 1 jafntefli fyrir þennan leik en Þróttur var með þrjá sigra og fjögur jafntefli.  Umferðin hófst á föstudaginn og einnig voru leikir fyrr í dag. Ljóst var að sigur myndi ekki vera nóg fyrir KF til að komast úr botnsætinu.

Jonas Benedikt og Akil byrjuðu báðir á bekknum og Daniel Kristiansen var aðstoðarþjálfari í dag, en hann er líklega glíma við einhver meiðsli þessa dagana. Gunnar Már Guðmundsson er þjálfari Þróttar, en hann lék áður með Fjölni, FH, ÍBV og Þór, svo eitthvað sé nefnt. Þróttarar eru að byggja upp nýtt lið og eru aðeins með einn erlendan leikmann í hópnum.

 

Umfjöllun:

Það var fínt veður í Ólafsfirði þegar leikurinn hófst, um 8 stiga hita og völlurinn aðeins betri en fyrir síðasta leik, grasið farið að sjást á miðjum vellinum, en þarf líklega nokkrar vikur í viðbót til að gróa.

Það voru gestirnir sem byrjuðu mun betur og komust yfir á 12. mínútu þegar Jóhann Arnarsson skoraði.  Aðeins 8 mínútum síðar voru þeir komnir í 0-2 og í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Jóhann aftur og staðan orðin 0-3 fyrir gestina.

Þjálfari KF gerði tvær skiptingar í leikhlé og inná komu Auðun Gauti og Jonas Benedikt, en útaf fóru Jón Frímann og Þorsteinn Már Þorvaldsson. Gestirnir héldu áfram að stjórna leiknum og aftur gerði KF skiptingu á 59. mínútu þegar Akil kom inná fyrir Marinó Snæ. Þróttur gerði í framhaldinu tvöfalda skiptingu og fjórða markið leit dagsins ljós á 66. mínútu. Staðan orðin þung fyrir heimamenn á þessum tímapunkti.

Gestirnir gerðu í þrefalda skiptingu skömmu eftir fjórða markið og nýttu þeir alla sína varamenn í leiknum. Undir lok leiksins fékk Jakob Auðun Sindrason sitt annað gula spjald hjá KF og léku þeir manni færri síðustu mínútur leiksins. Þróttur gerði fimmta markið  á 88. mínútu og innsigluðu stórsigur sinn á Ólafsfjarðarvelli. Lokatölur 0-5 eftir þennan erfiða leik.

KF er sem fyrr á botni deildarinnar, og hefur aðeins skorað 8 mörk í 9 leikjum, en fengið á sig 23.

KF mætir Hetti/Huginn á Vilhjálmsvelli á miðvikudaginn, en H/H hefur tapað síðustu þremur leikjum, en KF hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum.

 

Siglufjarðar apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um alla leiki KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek