KF og Þór mættust í Boganum í dag á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu. Þór er með tvö ung lið á mótinu en liðið sem mætti KF eru strákar fæddir á árunum 2000-2005 en stjarna liðsins er þó Alexander Már Þorláksson, fæddur 1995 og fyrrum leikmaður KF. Byrjunarlið KF var líka skipuðum ungum leikmönnum fæddum 2000-2005 í bland við nokkra reyndari leikmenn. Bekkurinn var líka skipaður ungum og upprennandi strákum, yngstu fæddir árið 2007. Frábært tækifæri fyrir þá að taka sín fyrstu skref á þessu móti í vetur.

Það voru ekki bara ungu strákarnir sem menn bið eftir að sjá heldur líka nýi þjálfarinn og aðrir lánsmenn. KF var með tvo lánsmenn frá Þórsurum í þessum leik og Halldór Guðmundsson var kominn á bekkinn sem þjálfari, en maðurinn er goðsögn hjá félaginu og var gríðarlega mikilvægur hluti af liðinu í mörg ár.

KF gat ekki byrjað leikinn betur en liðið opnaði leikinn með marki á 3. mínútu þegar Rúnar Freyr Egilsson skoraði en hann er skráður leikmaður Þórs en er í skoðun hjá KF. Frábær byrjun hjá honum.

Þórsarar komust betur inn í leikinn og jöfnuðu á 32. mínútu og aftur á 36. mínútu og voru því komnir í 1-2.

Atli Snær Stefánsson jafnaði leikinn fyrir KF á 38. mínútu en hann er tvítugur leikmaður KF sem átti gott tímabil í sumar. Markið var frábært og kom eftir snögga aukaspyrnu og skallaði Atli Snær boltann í netið af öryggi. Vel útfært hjá KF. Frábær hár bolti inn á teig og móttakan mjög góð.

Þór skoraði þriðja markið rétt fyrir leikhlé og leiddu 2-3 í hálfleik. KF gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og kom Helgi Már Kjartansson útaf ásamt Marinó Snæ, inná komu Jón Frímann Kjartansson og Jón Grétar Guðjónsson en báðir þessir strákar eru fæddir 2004-2005. Þórsarar gerðu eina breytingu í hálfleik.

Alexander Már Þorláksson komst á blað á 55. mínútu þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og var staðan orðin nokkuð þægileg fyrir Þór, 2-4. Tíu mínútum eftir markið gerði Þór þrefalda skiptingu og leyfði strákunum sem byrjuðu á bekknum að fá mínútur á vellinum.

Þór skoraði svo lokamark leiksins á 86. mínútu og var það fimmta markið, staðan 2-5.

Yngstu strákarnir á bekknum hjá KF fengu nokkrar mínútur í lok leiksins og dýrmæta reynslu, Alex Helgi Óskarsson og Dawid Saniewski en þeir spila með 3. flokki KF/Dalvík.

Ekki endilega úrslitin sem stuðningsmenn KF biðu eftir en þetta var aðeins fyrsti leikurinn hjá KF á mótinu.

Næsti leikur KF verður gegn Magna í byrjun janúar og svo gegn KA-2 en þar er fyrrum þjálfari KF, Slobotan Milicis. Hann er eflaust tilbúinn með einhverja taktík gegn KF.

Fjallað verður um alla leiki KF hér á síðunni.

Lið Þórs.