Knattspyrnufélag Fjallabyggðar(KF) og Knattspyrnufélag Austfjarða(KFA) mættust í Kjarnafæðismótinu í A-deild, riðli 2 í gær í Boganum á Akureyri. KFA er sameinað lið Knattspyrnufélag Fjarðarbyggðar og Leiknis Fáskrúðsfirði og lék liðið í 2. deildinni með KF sl. sumar. KF vann heimaleikinn 4-0 í deildinni en jafntefli fór á heimavelli KFA, 2-2.  Þetta var síðasti leikur KF í riðlinum en KFA á eftir leik gegn Magna.

KFA var án sigurs eftir tvo leiki á mótinu en KF hafði sigrað tvo leiki og tapað einum fyrir þennan leik.

Sem fyrr var KF með nokkra  leikmenn á reynslu og einn þeirra var Aron Sölvi Róbertsson frá Fjölni, en hann lék með 3. flokki liðsins og var settur beint í byrjunarliðið í þessum leik. Annar leikmaður hjá KF sem var á reynslu var Akil Rondel Dexter, en hann er skráður hjá Reyni Sandgerði en hefur leikið Kormáki/Hvöt, Völsung, Vestra og Sindra hér á landi. Breki Blöndal Egilsson frá Stjörnunni var einnig á reynslu hjá KF, Viktor Máni Heiðarsson frá Magna og Rúnar Freyr Egilsson frá Þór. Allir þessir voru í byrjunarliði sem var nokkuð breytt frá fyrri leikjum.

KFA strákarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust í 2-0 eftir rúmar 20 mínútur. Þriðja mark KFA kom skömmu fyrir hálfleik og voru þeir yfir 3-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Þjálfari KF gerði eina skiptingu í hálfleik þegar Þorstein Már Þorvaldsson kom inná fyrir Sævar Fylkisson. Nokkrar skiptingar fylgdu í kjölfarið þegar Helgi Már fór í markið fyrir Javon Sample og Marinó Snær kom inná fyrir Akil Rondel. Þessar breytinga gerðu liðinu gott og á 60. mínútu kom fyrsta mark KF sem minnkaði muninn í 3-1, með marki frá fyrirliðanum Grétari Áka.

Jón Frímann kom inná fyrir Aron Elí hjá KF á 66. mínútu og KF hélt áfram að leita að öðru marki.

Ljumbomir Delic skoraði annað mark KF þegar um 10 mínútur voru eftir að leiknum og var staðan orðin 3-2 og aftur komin von og spenna í leikinn. Grétar Áki kom af velli eftir þetta mark og inná kom ungur leikmaður KF, Einar Ingi Óskarsson.

KF náði ekki inn þriðja markinu og vann KFA góðan sigur 3-2 í þessum undirbúningsleik fyrir sumarið.

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og standing
William Suarez Marque gerði tvö mörk fyrir KFA.