Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Knattspyrnufélagi Austfjarðar í Lengjubikarnum í dag. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri. KF stillti upp sterku liði, en þó eru ekki allir erlendu leikmennirnir komnir í hópinn.
Liðin mættust tvisvar í deildinni í fyrra og vann KF sinn heimaleik örugglega 4-0 en 2-2 jafntefli fór í heimleik KFA. Þá mættust liðin í Kjarnafæðismótinu í janúar og vann KFA 3-2.
Það voru austfirðingarnir sem voru mun sprækari í fyrri hálfleik og röðuðu þeir inn mörkunum. Fyrsta markið kom eftir aðeins 5 mínútur þegar William Suares skoraði fyrir KFA. Tæpu korteri síðar kom þeirra annað mark, og staðan orðin 0-2. Eftir tæpan hálftíma var staðan orðin 0-3 og á 33. mínútu 0-4 þegar William Suares skoraði sitt annað mark. Staðan var því 0-4 í hálfleik.
Þjálfari KF gerði tvær skiptingar strax í hálfleik og nýtt hann allar sýnar skiptingar sem áður en leiknum lauk. Svo fór að ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og vann KFA öruggan 0-4 sigur á KF.