Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti sterku liði KA á Kjarnafæðismótinu í gær.

Lið KF varðist vel í fyrri hálfleik og fram í miðjan síðari hálfleik.

KA braut ísinn og skoraði þrjú mörk á 15 mínútum þegar Ingimar Stöle gerði þrennu. Fyrsta marki kom á 65. mínútu og annað á 75. mínútu. Þriðja markið kom á 80. mínútu. Viktar Hjartarson gerði fjórða mark KA nokkrum mínútum fyrir leikslok.

KA og KF mættust í frestuðum leik í A deild Kjarnafæðimótsins í kvöld. Búast mátti við miklum yfirburðum KA manna en það tók þá samt sem áður 65 mínútur að brjóta ísinn gegn Ólafsfirðingum sem vörðust vel.

KF á næst leik 24. janúar gegn KFA.