Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Haukar í Hafnarfirði mættust í roki og rigningu á Ásvöllum í Hafnarfirði í 22. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. Um var að ræða lokaumferðina, en einn leikur fór fram í gær og restin í dag. Bæði lið gátum með sigri komist einu sæti ofar í deildinni, en KF hafði þegar tryggt sér sætið fyrir þennan leik.
Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.
Upphitun:
KF stillti upp sterku liði en flestir leikmenn voru klárir í þennan leik og enginn í leikbanni. Bekkurinn var einnig sterkur en Ljubomir Delic og Akil De Freitast voru á bekknum ásamt yngri leikmönnum liðsins. Yngsti leikmaður vallarins var Agnar Óli Grétarsson hjá KF, en hann er fæddur árið 2008, en hann átt eftir að koma við sögu í leiknum.
Mögulega einhverjir leikmenn að spila sinn síðasta leik fyrir KF í þessum leik, en Jose “Sito” gerði samning út tímabilið, Akil og Fransisco hafa báðir verið töluvert meiddir og spilað minna en vonast var til. Spurning hvort þeir fái samning áfram á nýju tímabili eða komi inn í þjálfarateymið. Þá er Jordan Damachoua með samning út tímabilið samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en vonandi verður hann áfram með liðinu næstu ári.
Margar spurningar sem koma upp í lok tímabils sem verður áhugavert að sjá hvernig þróast.
Hjá Haukum voru líka nokkrir leikmenn að kveðja liðið og en þeir stilltu upp sterku liði. Í Haukum voru tveir fyrrum leikmenn KF, Varnarmaðurinn Sævar Gylfason og á bekknum var Auðunn Gauti Auðunsson sem lék eitt tímabil með KF. Haukarnir halda einnig lokahóf í kvöld eins og mörg önnur lið.
Umfjöllun:
Aðstæður voru erfiðar í þessum leik en það var rok og rigning allan leikinn og fáir áhorfendur í stúkunni til að hvetja menn áfram. Það var ekki mikið undir í þessum leik fyrir utan heiðurinn og betri stöðu í deildinni. Samt var hart barist um alla bolta og nóg af færum, sérlega í síðari hálfleik. Haukarnir höfðu boltann í bakið í fyrir hálfeik og voru líklegri til að skora. Þeim tókst þó ekki að nýta færin í fyrri hálfleik og fór vítaspyrna meðal annars forgörðum. Staðan 0-0 í hálfleik.
KF strákarnir voru betri í síðari hálfleik og voru líklegri til að skora. Völlurinn blautur og þungur, en KF hafði vindinn í bakið í síðari hálfleik.
Þjálfari KF gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og kom Ljubomir Delic inná ásamt Dagbjarti Davíðssyni, en útaf fóru Þorsteinn Þorvaldsson og Marinó Snær. Haukar gerðu einnig skiptingu, en varamarkmaðurinn kom inná en um var að ræða heiðursskiptingu og fyrirfram ákveðið.
Haukar gerðu þrefalda skiptingu á 60. mínútu og settu sterka menn inná, en þrír voru komnir á gult spjald hjá þeim.
Grétar Áki fyrirlið KF fékk skiptingu á 67. mínútu og kom Aron Elí Kristjánsson inná.
KF komst yfir með góðu marki á 68. mínútu þegar sending kom upp vinstri kantinn og góð fyrirgjöf rataði á teig, ein góð snerting og boltinn fór til Sito sem skoraði gott mark.
Haukar fór í stórsókn strax eftir markið og voru ekki langt frá því að skora og jafna leikinn.
Vitor Thomas hjá KF fékk skiptingu á 72. mínútu fyrir Jón Frímann Kjartansson.
Leikurinn opnaðist eftir markið og fékk KF tækifæri aftur þegar markmaður Hauka hljóp út í sendingu langt fyrir utan teiginn en skot KF fór framhjá hjá Hauka. Staðan því áfram 0-1.
Haukar komust betur inn í leikinn eftir því sem leið á síðari hálfleik og beittu hættulegum skyndisóknum.
Á 77. mínútu kom góð skyndisókn Hauka og kom sending inn á teig og skallamark. Staðan orðin 1-1.
Aðeins nokkrum mínútum síðar, eða á 79. mínútu áttu Haukar aðra góða skyndisókn sem endaði með marki og voru þeir skyndilega komnir í 2-1 á skömmum tíma.
Hinn ungi Agnar Óli Grétarsson kom inná fyrir Jose Sito, sem var líklega að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.
Þriðja mark Hauka kom á 90. mínútu eftir góða sókn. Staðan 3-1 og bætti dómarinn litlu við og urðu þetta lokatölur leiksins. Svekkjandi niðurstaðan fyrir KF miðað við framlagið frá leikmönnum.
KF strákarnir pressuðu vel allan leikinn og áttu ágætis byrjun í síðari hálflleik. Jordan Damachoua átti góðan leik á miðjunni og var allt í öllu, átti margar góðar sendingar fram og var ofarlega á vellinum.
KF endar Íslandsmótið því í 10. sæti, 8 stigum frá falli. Liðið endar með 25 stig í ár. 8 sigrar, eitt jafntefli og 13 tapleikir. Liðið vann 6 leiki í fyrra og gerði 8 jafntefli og tapaði 8 leikjum. Liðið endaði þá þá með 26 stig í 8. sæti deildarinnar. Árangurinn því svipaður í þessu tvö tímabil.
Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.
Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.
+