Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Haukum úr Hafnarfirði á Dalvíkurvelli í kvöld. Ekki var boðlegt að leika á Ólafsfjarðarvelli vegna aðstæðna þar, en völlurinn var gjörsamlega á floti eftir mikla rigningu síðasta sólahring.
Haukar mættu ákveðnir til leiks eftir tvö töp í röð í deildinni. Bæði lið voru með ung byrjunarlið og hjá KF var Hákon Hilmarsson kominn á bekkinn eftir að hafa verið meiddur síðustu vikur.
Gestirnir þurftu að gera skiptingu strax á 7. mínútu en inná kom Nikola Dejan Djuric sem er lánsmaður frá Breiðablik. Gestirnir skoruðu fyrsta markið á 37. mínútu og var það varamaðurinn Nikola sem gerði markið, og staðan orðin 0-1 fyrir Hauka. Gestirnir gerðu svo skiptingu í hálfleik, en á 56. mínútu skoruðu Haukar aftur með marki frá Tómasi Leó, og staðan orðin 0-2.
Á 71. mínútu komust Haukar í 0-3 með öðru marki frá Tómasi Leó, og staðan orðin erfið fyrir KF. Haukar gerðu síðan þriðju skiptingu sína nokkrum mínútum eftir markið.
Þjálfari KF gerði tvöfalda skiptingu á 78. mínútu þegar Sævar Þór og Jakob Auðun komu inná fyrir Theodor Wilson Jón Óskar. Haukar gerðu skömmu síðar aðra skiptingu þegar Valur Reykjalín kom út af en hann er uppalinn hjá KF.
Leikurinn fjaraði út fyrir KF en Óliver kom inná fyrir Birki Frey á 85. mínútu og Hákon Leó og Andri Snær komu inná í blálokin fyrir Halldór Mar og Andra Snæ.
Haukar unnu öruggan sigur 0-3 og komust í 2. sæti deildarinnar. KF er í 9. sæti eftir 6 leiki með sex stig.
Haukar nýttu vel sín færi í þessum leik en KF ekki, en leikurinn var erfiður.
Jóhann Már Kristinsson tók myndirnar með fréttinni og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.

