KF leitar logandi ljósi að áhugasömu fólki til þess að starfa í unglingaráði sem og meistaraflokksráði félagsins. Í dag er enginn starfandi í meistaraflokksráði og einn starfandi í unglingaráði. Það er fátt meira gefandi en félagsstarf í góðra vina hópi, oft hefur verið þörf á fólki í félagsstarf hjá KF en núna er nauðsyn.

KF leitar að sjálfboðaliðum í dómgæslu hjá yngri flokkum fyrir komandi sumar. Um er að ræða alla aldursflokka og því nóg af verkefnum. Oft reynist erfitt að manna dómgæslu í leikjum sumarsins og því leitum við til félagsmanna með aðstoð. Margar hendur vinna létt verk.

Leitum einnig að félagsmönnum sem  hafa áhuga á því að keyra rútur félagsins í leiki meistaraflokks í sumar. Viðkomandi þarf að hafa meirapróf eða ökuskírteini útgefið fyrir árið 1988 en það skírteini gefur réttindi til þess að aka hópbifreið án gjaldtöku.

Áhugasamir hafið samband við Brynjar í síma 898 – 7093.