Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur gegn Fjölni á Ólafsfjarðarvelli, laugardaginn 20. júlí kl. 14. Fjölnir vann fyrri leik liðanna þann 9. maí, 2-1 í fyrstu umferðinni. Fjölnir er ósigrað í síðustu sex leikjum, tapaði síðast 8. júní gegn BÍ.

Fjölnir er í 4 . sæti með 18 stig eftir ellefu leiki, og hafa aðeins skorað 13 mörk í þeim leikjum, rúmlega 1,18 mörk í hverjum leik. KF er í 9. sæti með þrettán stig og hefur skorað 14 mörk, eða rúmlega 1,27 mörk í leik.

KF barðist vel í síðasta leik og vann Selfoss 2-1 á Ólafsfjarðarvelli þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri í 30 mínútur. Búast má við erfiðum leik gegn Fjölni.