KF hefur staðið sig gríðarlega vel í Lengjubikarnum þetta árið og eru í fyrsta sætinu í sínum riðli með þrjá sigra og aðeins 1 tap. Þeir taka nú á móti Leiknismönnum frá Fáskrúðsfirði í lokaumferðinni. Leikurinn er í Boganum á Akureyri laugardaginn 21. apríl kl. 17. Leiknir er í neðsta sætinu með 1 stig en KF hefur 9 stig og bæði lið hafa leikið 4 leiki.

Allir á völlinn !