Lokadagur Króksmótsins var í dag, en KF og KF/Dalvík var þar með þrjú lið. Liðin léku 12 leiki á laugardag í riðlakeppni, 8 leikur unnust, einn endaði með jafntefli og þrír töpuðust.

Í dag voru 9 leikir, riðlakeppni kláraðist og keppni um sæti hófst. KF og KF/Dalvík unnu 5 leiki í dag og einn endaði með jafntefli.  Þrír leikir töpuðust.

Myndirnar með fréttinni eru frá KF og Þróttur-5 sem fram fór í keppni um sæti í dag. Frábær reynsla fyrir strákana að taka þátt í svona gistimóti.

Foreldrar liðanna voru klárir á hliðarlínunni að styðja strákana áfram.

Við heyrðum að einhverjum foreldrum í tjöldum hefðu orðið kalt í nótt og eins var ekki heitt yfir daginn þótt hiti væri aðeins yfir 10 stigin.