Á síðustu vikum hafa þeir Magnús Ólafsson, Þorsteinn Sveinsson og Guðbjörn Arngrímsson ásamt leikmönnum meistaraflokks unnið að því að gera KF stuðnings lag fyrir félagið. Strákarnir luku við verkið fyrir leikinn á móti Dalvík sem fór fram föstudaginn 1. júní og var lagið frumflutt eftir stórkostlegan sigur í leiknum.