KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í gær og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar var meðal styrkhafa.
Jón Árni Sigurðsson tók við styrknum fyrir hönd KF. Styrkurinn sem KF fékk hljóðar upp á 300.000 kr. til reksturs félagsins.
Styrkurinn er KF afar mikilvægur til reksturs félagsins.