Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokks KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

Upphitun: 

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Völsungur mættust á Húsavík í 4. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla.  Nokkrar breytingar voru frá síðasta leik en KF er enn án stiga. Halldór þjálfari stóð í markinu í síðustu leikjum en var nú kominn á varamannabekkinn. Javon Sample var kominn aftur í rammann. Auðun Gauti var einnig kominn í byrjunarliðið. Jordan og Akil voru báður óvænt á bekkunum í þessum leik.

Völsungur tapaði fyrstu tveimur leikjum deildarinnar en vann svo sannfærandi sigur 5-0 sigur á Reyni Sandgerði í síðustu umferð.

Umfjöllun:

Heimamenn byrjuðu af krafti og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik með skömmu millibili. Staðan var 2-0 í hálfleik, en hvorugt liðana gerði breytingu.

Fyrsta skipting KF kom á 58. mínútu þegar Þorsteinn Þorvaldsson kom inná fyrir Jón Frímann. Á 62. mínútu gerði KF tvöfalda skiptingu þegar Akil og Sævar Þór Fylkisson komu inná fyrir Vitor og Daniel Kristiansson. Átti nú að leggja allt í sóknina.

KF gerði eina skiptingu í viðbót, en staðan hélst 2-0 fram á 82. mínútu. Þá skoraði Völsungur tvö mörk með mínútu millibili og gerðu út um leikinn. Staðan 4-0 og lítið eftir. Völsungur gerði þá þrjár skiptingar, en á 89. mínútu skoraði KF loksins og var það Jonas Benedikt Schmalbach sem gerði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Lokatölur 4-1 og er KF því enn án stiga í deildinni og í neðsta sæti.

Næsti leikur KF er um Sjómannadagshelgina, þegar liðið fær KFA í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll.

 

Siglufjarðar apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um alla leiki KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek