Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Víking í Ólafsvík í 20. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í knattspyrnu. Víkingur hefur verið í toppbaráttunni og vantaði þrjá punkta til að eiga möguleika á að komast úr deildinni, en mikil barátta er um 2. sæti deildarinnar, en Víkingar voru í 5. sæti en gátu komust í 4. sæti með sigri á móti KF. KF gat með jafntefli eða sigri í þessum leik tryggt sér sæti í deildinni áfram, en Sindri er 5 stigum frá KF og með mun verri markatölu. Víkingar spila á gervigrasi í Ólafsvík.

Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.

Upphitun:

Víkingur hafði aðeins tapað einum leik af síðustu 5 fyrir þennan leik, en voru með þrjú jafntefli og einn sigur. KF var með þrjá sigra og eitt jafntefli og eitt tap í síðustu 5 leikjum.

Hjá KF var fyrirliðinn Grétar Áki á bekknum sem aðstoðarþjálfari, en líklega einhver meiðsli hjá honum. Fyrirliði í hans stað í þessum leik var Jakob Auðun Sindrason. Akil byrjaði á bekknum og einnig Þorsteinn Már Þorvaldsson, annars var KF með sitt sterkasta lið. Daninn Daniel Kristiansen var í byrjunarliðinu í dag hjá KF.

Víkingur vann fyrri leik liðanna í sumar 1-2 á Ólafsfjarðarvelli. Víkingur hafði aðeins tapað einum heimaleik í sumar í deildinni fyrir þennan leik, en unnið 7 og gert tvö jafntefli. KF hafði unnið þrjá útileiki og gert eitt jafntefli en tapað sex fyrir þennan leik.

Umfjöllun:

Það voru heimamenn í Víkingi sem byrjuðu betur og var það þeirra markahæsti maður sem gerði fyrsta markið eftir 24. mínútur, Björn Axel Guðjónsson, hans 11 mark í 19 leikjum í deildinni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og leiddu heimamenn 1-0.

Þjálfari KF gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik, en Fransisco Eduardo Cruz og Dagbjartur Búi komu útaf fyrir Akil og Þorstein Má Þorvaldsson.

Aftur skoruðu heimamenn og komust í 2-0 á 48. mínútu þegar Luke Williams skoraði.

KF vaknaði til lífsins og svaraði strax með marki á 51. mínútu þegar Vitor Thomas skoraði, en það var hans annað mark í sumar í deildinni í 13 leikjum.

Aftur gerði þjálfari KF skiptingu en á 65. mínútu kom Daniel Kristiansen útaf fyrir Aron Elí Kristjánsson.

Heimamenn komust í 3-1 skömmu síðar með marki á 69. mínútu.

Aftur var KF fljótir að svara en Sito skoraði á 73. mínútu og minnkaði muninn í 3-2. Hans sjötta mark í 9 leikjum fyrir liðið og hefur hann átt góða innkomu inn í liðið.

KF reyndi að pressa og búa sér til færi undir lokin en inn vildi boltinn ekki. Sito fékk skiptingu á 87. mínútu fyrir Jón Frímann.

Lokatölur 3-2 og svekkjandi tap fyrir KF.

KF er sem fyrr í 10. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Völsungur, en fimm stigum frá Sindra sem eru í fallsæti þegar tvær umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.

KF leikur næst gegn KFG á heimavelli og er það síðasti heimaleikurinn á Ólafsfjarðarvelli í vetur hjá KF. Í lokaumferðinni fer KF í Hafnarfjörð að spila við Hauka.

 

Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.