Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

Upphitun: 

KF lagði á sig rúmlega 470 km ferðalag til Ólafsvíkur til að keppa þar við heimamenn í Víkingi. Nokkur ár eru síðan Víkingur var í efstu deild en liðið hef þó verið í 2. deildinni núna í þrjú tímabil, þar á undan fjögur tímabil í næst efstudeild, en liðið féll úr efstu deild árið 2017 eftir tveggja ára veru þar. Miklar leikamannabreytingar hafa verið hjá liðinu síðust 2-3 árin. Liðið leikur á gervigrasi og er með ágæta stúku. Völlurinn er á fallegum stað nálægt grunnskólanum og kirkjunni. Minnir aðeins á völlinn út í Eyjum en fréttaritari var á vellinum fyrir nokkrum árum að skoða aðstæður. Helsta stjarna liðsins í ár er lánsmaðurinn Gary Martin sem á glæsilegan feril hér á Íslandi.

KF gerði nokkrar breytingar frá síðasta leik. Dóri þjálfari var skráður sem varamarkmaður og varnarmaðurinn Eduardo Cruz skráður sem þjálfari dagsins.  Javon var í markinu og Akil í sókninni. Ljobomir Delic bar fyrirliðabandið í þessum leik en Grétar Áki byrjaði leikinn á bekknum.  Á bekknum voru einnig aðrir öflugir leikmenn eins og Jordan Damachoua,  Sævar Þór Fylkisson og Vitor Thomas.

Víkingur vann báða leikina gegn KF á Íslandsmótinu í fyrra, en árið 2022 þá vann KF heimaleikinn og jafntefli var á Ólafsvíkurvelli.

Umfjöllun:

Vallarstæður voru fínar og hiti rúmlega 6 gráður þegar leikurinn hófst.  KF menn voru mættir með ágætis sjálfstraust yfir glæsilegan sigur á KFA í síðustu umferð, en þá var mikið rætt um vallaraðstæður á Ólafsfjarðarvelli eftir þann leik, sem tók aðeins frá athyglinni á góðri spilamennsku KF í þeim leik.

Heimamenn gátu komist í 2. sæti deildarinnar með sigri í dag og KF gat lyft sér af botninum.

Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið á 45. mínútu, en það var Björn Axel Guðjónsson sem gerði markið. KF gerðu hvað þeir gátu að koma inn jöfnunarmarki, og gerðu þrefalda skiptingu í síðari hálfleik, inná komu Vitor, Jordan og Grétar Áki.  Þegar um 15 mínútur voru eftir kom Sævar Þór inná fyrir KF. Liðið gerði hvað þeir gátu til að jafna en það voru heimamenn sem áttu lokaorðið. Varamaðurinn Anel Crnac, gerði síðan út um leikinn á 93. mínútu, hann hafði aðeins verið inná í um 6 mínútur, frábær innkoma hjá honum. Víkingur færist því upp í 2. sætið í deildinni og eru enn ósigraðir eftir 6 umferðir. KF er áfram í neðsta sæti og heldur baráttan áfram.

Niðurstaðan 2-0 sigur fyrir heimamenn.

 

Siglufjarðar apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um alla leiki KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek

 

 

 

 

Myndir: Magnús Rúnar Magnússon /Hedinsfjordur.is
Myndir: Magnús Rúnar Magnússon /Hedinsfjordur.is
Myndir: Magnús Rúnar Magnússon /Hedinsfjordur.is