Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Reyni í Sandgerði í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að komast úr fallsæti, en þetta var sannkallaður sex stiga leikur í fallbaráttunni í 2. deildinni.

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

Upphitun: 

Daniel Kristiansen var í leikbanni hjá KF og var því ekki í hópnum. Jordan Damachoua byrjaði á bekknum hjá KF og Ljubomir Delic var fyrirliði liðsins eins og undanfarna leiki í fjarveru Grétars Áka, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í dag.  Edu Cruz var kominn í byrjunarliðið og í vörnina eftir að vera meiddur síðustu vikur, en hann lék fyrstu leiki mótsins í vor. Sóknarmaðurinn Akil var ekki í hópi hjá KF í þessum leik.

Umfjöllun:

Heimamenn byrjuðu betur og náðu fljótlega inn marki, þegar Sindri Guðmundsson skoraði á 7. mínútu fyrir Reyni. Staðan var 1-0 fyrir Reyni í hálfleik.

Þjálfari KF gerði eina breytingu í hálfleik og kom Jordan Damachoua inná fyrir Auðun Gauta og tíu mínútum síðar kom Aron Elí inná fyrir Jakob Auðun hjá KF.

Enn tóks KF ekki að skora og gerði þjálfarinn tvær skiptingar um miðjan síðari hálfleik þegar Marinó Snær kom inná fyrir Jón Frímann, og Agnar Óli kom inná fyrir Jonas Benedikt.

Allt stefndi í sigur heimamanna en KF neitaði að gefast upp og skoraði Edu Cruz, varnarmaðurinn reynslumikli jöfnunarmarkið á 85. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn 1-1 og er því staðan óbreytt á botni deildarinnar.

 

Siglufjarðar apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um alla leiki KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek