Aðeins tvær vikur eru í fyrsta leik KF í Lengjubikarnum, en það er næsta verkefni liðsins næstu vikurnar áður en Íslandsmótið hefst í byrjun maí.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætir heimamönnum í Völsungi á Húsavík í fyrsta leik, laugardaginn 18. febrúar kl. 14:00.

Önnur lið í riðlinum eru Dalvík/Reynir, Magni, Höttur/Huginn, KFA auk Völsungs. Ekki er hægt að nota óskráða menn í þessa leiki eins og á Kjarnafæðismótinu, en spennandi verður að sjá hvort fleiri leikmenn bætist í hópinn fyrir þessa leiki og Íslandsmótið.

Allt eru þetta lið sem þekkjast vel og leika fjölmarga leiki á hverju ári við hvort annað. Það verður gaman að fylgjast með nýjum þjálfara KF í þessari keppni og sjá hvaða áherslur hann kemur með.

Fjallað verður um alla leiki KF í Lengjubikarnum hér á síðunni.

Auglýsingar velkomnar með umfjöllunum.