Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Njarðvíkinga í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. KF hefur haft ágætis tak á Njarðvíkingum í síðustu leikjum, en KF vann fyrri leik liðanna í sumar og hafði ekki tapað fyrir þeim í síðustu fjórum leikjum liðanna. KF mætti með þunnskipaðan hóp í þennan leik, aðeins þrír varamenn voru á leikskýrslu. Í byrjunarliði KF var enginn annar en Þórður Birgisson, en það tók hann ekki nema sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins og sitt fyrsta mark í 2 ár. KF leiddi leikinn 0-1 í hálfleik. Njarðvík jafnaði svo leikinn á 56. mínútu og hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifði leiks. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og KF komið með 12 stig eftir 21 leik. Lokaleikur umferðarinnar verður svo gegn Völsungi á Ólafsfjarðarvelli eftir viku. Leikskýrsluna má lesa á vef ksi.is.