Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppti við Njarðvík í 2. deild karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram á Njarðtaksvellinum í Njarðvík.

KF komst yfir með marki frá Gabríel Reynissyni á 17. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik. KF hélt forystu alveg þar til á 94. mínútu, en þá jafnaði Njarðvík leikinn í1-1 með marki frá Arnari Aðalgeirssyni. Lokatölur 1-1 í Njarðvík.  Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

KF er í 7. sæti eftir 21 leik líkt og nágrannarnir í Dalvík/Reyni, en þeir töpuðu Reyni Sandgerði á Dalvíkurvelli á sama tíma þar sem öll mörk komu í fyrri hálfleik.

Í lokaumferðinni leikur KF gegn Gróttu og Dalvík/Reynir gegn ÍR.