KF og Magni mættust öðru sinni í þessari viku í dag, og nú á Akureyri en vellirnir í Fjallabyggð eru ekki tilbúnir ennþá. Fyrri leik liðanna í Borgunarbikar karla lauk með markalausu jafntefli og þurfti því að framlengja og endaði í vítaspyrnukeppni. Í dag voru heldur ekki skoruð mörk í venjulegum leiktíma, en Magni fékk gullið tækifæri til þess að skora en undir lok fyrri hálfleiks varði KF vítaspyrnu. KF gerði tvöfalda skiptingu á 46. mínútu og Magni gerði líka tvær skiptingar í upphafi seinni hálfleiks. Lokatölur urðu 0-0, en KF er eftir tvær umferðir í 10. sæti með 1 stig og Magni með tvö stig í 9. sæti. Næsti leikur KF í deildinni er gegn Hetti á Fljótsdalshéraði.