Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Knattspyrnufélagi Austfjarða í dag í frestuðum leik í Lengjubikarnum. KF og KFA voru í tveimur efstu sætum riðilsins. Fjögur lið skyldu liðin að fyrir þennan lokaleik liðanna.

KF mættu frekar fáliðaðir í Fjarðabyggðarhöllina, en ætluðu að selja sig dýrt. KF var aðeins með tvo útleikmenn á varamannabekknum auk varamarkmanns.

Staðan var 0-0 eftir fyrri hálfleik og gerðu heimamenn þrefalda skiptingu í hálfleik og ætluðu að blása til sóknar.

Sævar Þór Fylkisson gerði fyrsta mark leiksins og KF yfir á 51. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði KFA leikinn.Um 15 mínútum eftir markið gerði KFA tvöfalda skiptingu og enn komu ferskir menn inná.

KF gerði sína fyrstu skiptingu á 84. mínútu þegar Alex Helgi Óskarsson kom inná fyrir Marinó Snæ. Nokkrum mínútum síðar gerði KF aðra skiptingu þegar Kjartan Orri kom inná fyrir Agnar Óla.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

KF fór því ósigrað í gegnum Lengjubikarinn í riðli 4 í B-deildinni. Tveir sigrar og þrjú jafntefli.