KF 3 – 3 Magni
0-1 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson (’30, víti)
1-1 Gabríel Reynisson (’32)
2-1 Agnar Þór Sveinsson (’56)
2-2 Kristján Sindri Gunnarsson (’61)
2-3 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson (’62, víti)
3-3 Arnór Egill Hallsson (’72)
Rautt spjald: Grétar Bragi Hallgrímsson (KF) (’61)
Um helgina áttust við KF og Magni í Hleðslumótinu og fór leikurinn rólega af stað þótt leikmenn KF hafi verið sterkari frá byrjun. Á 29. min var brotið á Kristjáni Sindra Gunnarssyni leikmanni Magna innan vítateigs og Jan Eric Jessen dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu.
Hreggviður Heiðberg fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Magna menn komust því yfir nokkuð gegn gangi leiksins. Á 32. min jafnaði Gabríel Reynisson leikinn fyrir KF. Gabríel fékk boltann inn fyrir vörnina frá Sigurbirni Hafþórssyni og setti boltann yfir Hjört í marki Magna. Staðan var því 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var mikil skemmtun og töluvert af færum litu dagsins ljós. Á 56. mínútu kom Agnar Sveinsson KF yfir með því að leggja boltann snyrtilega í fjærhornið framhjá Hirti í marki Magna.
Magnamenn voru ekki lengi að svara því 5 mínútum síðar jafnaði Kristján Sindri Gunnarsson metin með skoti af stuttu færi eftir glæsilega sókn Magna upp hægri kantinn. Enn dró til tíðinda á 62. mínútu. Þá braut Grétar Bragi Hallgrímsson, varnarmaður KF sem hafði komið inná sem varamaður tveimur mínútum fyrr, á sóknarmanni Magna innan eigin vítateigs. Þar sem Grétar rændi mótherja sinn augljósu marktækifæri fékk hann að líta beint rautt spjald auk þess sem vítaspyrna var dæmd. Hreggviður Heiðberg skoraði af öryggi úr annari vítaspyrnu Magna og staðan 2-3
Eftir þetta skiptust liðin á að sækja og áttu Magnamenn m.a. skot í þverslá úr aukaspyrnu. Hægt og bítandi náðu leikmenn KF góðu taki á leiknum, þrátt fyrir að vera manni færri. Á 72. mínútu jafnaði Arnór Egill Hallsson metin með góðu skoti. Leikmenn KF hefðu getað skorað sigurmarkið á lokamínútunum en góð frammistaða Hjartar Geirs Heimissonar í marki Magna kom í veg fyrir að þeim tækist það. Lokatölur voru því 3-3.