Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur framlengt samninginn við Javon Jerrod Sample um tvö ár, eða til lok árs 2025. Hann hefur leikið með félaginu sem markmaður frá árinu 2021 en hann var fyrsta tímabili varamarkmaður fyrir Halldor Ingvar Guðmundsson, en tók svo við þegar hann lagði hanskana á hilluna.

Javon kom fyrst til Íslands árið 2019 þegar hann kom frá Trinidad og Tobago og samdi við Einherja á Vopnafirði. Hann var þar í tvö tímabil og skipti yfir í Dalvík síðsumars 2020 og lék aðeins einn leik með liðinu.  Í byrjun árs 2021 kom hann svo til KF og hefur verið aðalmarkmaður liðsins frá þeim tíma.

Javon hefur leikið 92 leiki á Íslandi og er fæddur árið 1995.