Næsta sumar ætla 3. flokkur karla hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar(KF) að fara til Barcelona og taka þátt í sumarmóti. Það eru 18 strákar sem ætla sér í þessa ferð. Undanfarið hafa þeir verið duglegir við fjáraflanir, má þar nefna útburð, þvottaduftssala, kleinubakstur og jólabingó auk þess að spila æfingaleiki á Akureyri og Reyðarfirði.

Á morgun þriðjudaginn 3. des munu þeir ganga í hús á Siglufirði og selja jóla-síma-bingóspjöld sem hefst á föstudaginn 6. des. Farið verður í Ólafsfjörð á miðvikudagskvöld. Ef fólk missir af drengjunum og vill næla sér í bingóspjald þá er hægt að hafa samband við einhvern í flokknum. Hér á eftir má sjá nánari upplýsingar um jólasímabingóið.

Takið vel á móti drengjunum og styðjið þá, hver veit nema einhver þeirra eigi eftir að spila fyrir Barcelona í framtíðinni.

 

Svona virkar símabingó:

Símabingó virkar eins og venjulegt bingó, eini munurinn er að það er spilað heima.

Á hverjum seldum miða eru 3 bingóspjöld (3 reitir með 24 tölum hver).

Fylgjast þarf með öllum bingóspjöldunum á meðan á leik stendur.

Tölurnar verða dregnar út sem hér segir:

 • 6. – 10. desember verða dregnar 8 tölur pr. dag.
 • 11. – 13. desember verða dregnar 7 tölur pr.dag.
 • 14. desember verða dregnar 6 tölur.
 • 15. – 16. desember verða dregnar 4 tölur pr.dag.

Markmiðið er að fá 24 tölur réttar á einu bingóspjaldi.

Sá fyrsti sem hringir inn með fullt bingóspjald vinnur 1. vinning, annar sem hringir inn vinnur 2. vinning og svo koll af kolli.

Tölurnar verða lesnar inn á símsvara 878-0714 klukkan 18:00 daglega og einnig munu tölurnar verða birtar í Samkaup Siglufirði og Olís Ólafsfirði.  Vinninga skal vitja hjá Kristjönu M. Sigurjónsdóttur í síma 849-3437.  Heildarverðmæti vinninga er um 300.000 krónur og verð pr.miða er 1.500.-

 Vinningar:              

 1. 1.        Gjafadebetkort að verðmæti 100.000.- Sparisjóður Siglufjarðar og SR Vélaverkstæði hf gáfu hvort um sig 15.000 kr. upp í lokavinninginn.
 2. 2.        Skíðapassi í Skarðið fyrir tvo fullorðna og tvö börn veturinn 2013-2014 og gjafabréf fyrir tvo hjá Hannes boy.
 3. 3.        Gjafabréf frá  Hótel Sel Mývatni, veglegur jólapoki með ýmsu góðgæti frá Aðalbakarí og gjafabréf upp á súpu og salat  frá Gísla Eiríki og Helga á Dalvík.
 4. 4.        Fiskiaskja frá Rammanum, gjafabréf frá Bryn-Design  og gjafapakkning frá Aloe vera.
 5. 5.        Eldhúsgjafapakkning með 5 hlutum frá Tölvulistanum, gjafabréf frá Torginu, gjafabréf á einn jólapakka frá Egilssíld og Alias borðspil.
 6. 6.        Gjafabréf frá Coerver Iceland, gjafabréf frá 66° og inneign á kaffi/kakó og tertu fyrir tvo hjá Kaffi Klöru Ólafsfirði.
 7. 7.        Gjafabréf á klippinu hjá Hárgreiðslustofu Jóhönnu Siglufirði, 2 miðar á sýningu Leikfélags Fjallabyggðar (frumsýnt í mars 2014) og gjafabréf á einn jólapakka frá Egilssíld.
 8. 8.        Kaffivél frá Heimilistæki, gjafabréf frá Efnalauginni, tölvu/ipod penni frá Eldhaf, gjafabréf á kaffi/kakó og tertu fyrir tvo hjá Ömmu Gunnu Glerártorgi.
 9. 9.        Vinningur frá Húsasmiðjunni, gjafapakki frá Aloe vera og headsett frá Vodafone.
 10. 10.     Gjafabréf fyrir einu lambalæri frá Kjarnafæði, rækjupoki frá Rammanum og borðspil frá A4.

 

Þökkum kærlega öllum okkar styrktaraðilum fyrir veittan stuðning sem og þér kaupandi góður.

Bestu kveðjur,

strákarnir í 3.flokki KF.

Athugið að á sunnudögum er opið til klukkan 17:00 í Samkaup Siglufirði og því koma tölurnar ekki upp þar fyrr en klukkan 10:00 á mánudagsmorgni.

barca